Næstu námskeið í boði

Framhaldsnámskeið í gítarleik hjá FÍ - 15. janúar

Taktu næsta skref í gítarleiknum á 4 vikna framhaldsnámskeiði þar sem við opnum gítarhálsinn og lærum öll helstu þvergripin. Undir leiðsögn reynds kennara og með aðgangi að vönduðu kennsluefni í appi nærðu tökum á áslætti og tækni sem gerir þér kleift að spila nánast hvaða lag sem er. Næsta námskeið hefst 15. janúar – tryggðu þér pláss og náðu valdi á gítarnum!

Gítarinn frá grunni - Grunnnámskeið í Vogum - 13. janúar

Láttu drauminn rætast eða dustaðu rykið af gítarnum á 4 vikna grunnnámskeiði sem hentar jafnt byrjendum sem og þeim sem vilja komast aftur af stað. Við byggjum upp traustan grunn, lærum öll helstu „vinnukonugripin“ og náum tökum á áslætti. Undir leiðsögn reynds kennara og með aðgangi að vönduðu kennsluefni í appi finnurðu gleðina í spilamennskunni á ný. Næsta námskeið hefst 13. janúar – tryggðu þér pláss og byrjaðu árið með tónlist

Netnámskeið í boði

Netnámskeiðið okkar er fullkomin lausn fyrir þá sem vilja læra á gítar á sínum forsendum, án þess að vera bundnir við fasta tíma. Þú færð aðgang að heildstæðu námsefni sem samanstendur af vönduðum kennslumyndböndum, skýringum í texta og gagnlegum viðhengjum sem leiða þig áfram skref fyrir skref í gegnum námið. Það besta er að þú hefur fulla stjórn á hraðanum og getur horft, æft og lært nákvæmlega þegar þér hentar – hvort sem það er í rólegheitum heima á kvöldin eða þegar stund gefst í amstri dagsins.

Einkatímar í boði

Einkatímar okkar bjóða upp á persónulega og markvissa leiðsögn í gegnum netið, þar sem við notum sérhannaðan hugbúnað til að tryggja bestu mögulegu upplifun og hljóðgæði í tónlistarkennslu. Þessi valkostur veitir hámarks sveigjanleika, því við sníðum tímasetningar kennslunnar að þínum aðstæðum hverju sinni. Þetta er því kjörinn kostur fyrir fólk í vaktavinnu, með óreglulegan vinnutíma eða einfaldlega þá sem vilja spara ferðalagið og fá kennarann heim í stofu í gegnum skjáinn.

GÍTARBLOGGIÐ

Gleðilegt nýtt gítarár!

Gleðilegt nýtt ár! Nýtt ár er eins og að setja nýja strengi á gítarinn; hljómurinn verður tærari og manni klæjar í fingurna að byrja. Hlökkum til að sjá ykkur og skapa nýja tónlist saman árið 2026.

Meira »

Gítarinn sem félagi og vinur – ekki verkefni

Margir missa áhugann á gítarnum vegna þess að hann breytist í kvöð fulla af kröfum um árangur og æfingar. Í stað þess að vera dómari ætti gítarinn að vera félagi sem veitir skjól og gleði. Galdurinn felst í því að sleppa pressunni, spila á eigin forsendum – hvort sem það eru fimm mínútur eða einn hljómur.

Meira »

B.B. King 100 ára

Í dag, 16. september, hefði Riley B. King, betur þekktur sem B.B. King, orðið 100 ára. Hann fæddist árið 1925 í Mississippi USA og á æskuárum hans mótaði blúsinn og gospel tónlist líf hans. Hann byrjaði að spila á götum og í kirkjum en síðar flutti hann til Memphis Tennesee, þar sem tónlistarferill hans tók að blómstra.

Meira »

15 mínútna æfingaráætlun fyrir fullorðið upptekið fólk

Í annasömum hvunndeginum erum við eins og fjúkandi plastpoki sem berst eftir vindinum út og suður! Það getur sannarlega verið erfitt að finna tíma til þess að æfa okkur á gítarinn. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að það þarf ekki skrilljón klukkutíma á dag til að bæta þig! Gott skipulag á æfingartíma og með einbeittum 15 mínútum á dag getur skipt sköpum. Þú heldur fingrunum liprum, byggir upp vöðvaminni og allt verður betra 🙂

Meira »